Ylhús
Ylhús eru smáhýsi með fjölbreytt notagildi, smíðuð úr efni sem annars færi í förgun. Grunneiningarnar, sem eru 6,6 m², eru settar saman úr galvaniseruðum stálgrindum úr IBC bömbum og klæddar með afgangs Yleiningum frá iðnaðarbyggingum. Þessi hönnun tryggir styrk og veðraþol, og er innblásin af íslenskum torfbæjarstíl með grónu þaki sem fellur fallega inn í umhverfið.
Hægt er að útfæra ylhúsin á ýmsa vegu, eins og saunahús, hjólageymslu, ruslageymslu, hæsnahús og margt fleira.
Sendu okkur fyrirspurn og við sjáum hvað hægt er að gera og sendum ykkur tilboð í kjölfarið.
kr0Price