top of page
Húsin
Hvert Bambahús er 6,6m². 3,3 metrar á breidd, 2 metrar á lengd og 2,2 metrar á hæð. Húsin eru gerð úr galvaniseruðu stáli, einangrað með 10mm gróðurhúsaplasti sem skrúfað er á grindina með galvaniseruðum skrúfum. Inn í hverju Bambahúsi eru fjögur gróðurker sem eru 100x120cm, dýpt gróðurkerja er 30cm. Gangur milli gróðurkerja er 90cm. Hæð frá jörðu að gróðurkerjum er 90cm. Hægt er að lækka þá hæð eftir óskum hvers og eins. Hurðin er sérsmíðuð úr stáli með stillanlegri loftun og læsingu. Þakgluggi með stormjárni fylgir.
Hægt er að lenga húsin með því að festa þau saman og breyta innréttingu.
bottom of page